Skip to content

Sýnisbækur

Safnasafnið hóf útgáfu á sýnisbókum safneignar árið 2016 í þeim tilgangi að rannsaka og kynna fleirum en þeim sem heimsækja sýningar safnsins listaverkaeign sína. Að baki liggur fyrst og fremst sú stefna að skrásetja og miðla vanmetnum þætti íslenskrar listasögu sem safnið hlúir markvisst að. Sýnisbækurnar sem nú þegar hafa komið út fjalla um fjölbreytt verk ólíkra listamanna, þekktra sem ókunnra.

Bókaröðinni ritstýrir Unnar Örn og er hönnuð af Ármanni Agnarssyni. Allar bækur eru í stærðinni 24 x 17 cm, saumaðar í kjölinn og bundnar í 240gr kápu. Hægt er að óska eftir kaupum á bókum með því að senda okkur skilaboð á netfangið safnasafnid@gmail.com. Við sendum hvert á land sem er. Uppseldar bækur er hægt að nálgast rafrænt með því að smella á kápumynd tiltekinnar útgáfu hér að neðan.

XI – GÍA

Útgáfuár / 2024
Blaðsíður / 156
Tungumál / Íslenska & enska

Screenshot

X – Ingvar Ellert

Útgáfuár / 2024
Blaðsíður / 92
Tungumál / Íslenska & enska

IX – Mannsmynd

Útgáfuár / 2023
Blaðsíður / 124
Tungnumál / Íslenska & enska

VIII – Svava Skúladóttir

Útgáfuár / 2022
Blaðsíður / 68
Tungumál / Íslenska & enska

VII – Ragnar Hermannsson

Útgáfuár / 2022
Blasíður / 64
Tungumál / Íslenska & enska

Í bókinni eru kynnt verk eftir alþýðulistamanninn Ragnar Hermannsson (1992-2009) sem var frá Flatey á Skjálfanda. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda ef verkum Ragnars ásamt greinandi úttekt á verkum hans og starfsaðferðum eftir Níels Hafstein.

VI – Leynigarðar

Útgáfuár / 2021
Blaðsíður / 128
Tungumál / Íslenska & enska

V – Þvílíkasafnið

Útgáfuár / 2021
Blaðsíður / 98
Tungumál / Íslenska & enska

IV – Kiko Korriro

Útgáfuár / 2019
Blaðsíður / 98
Tungumál / Íslenska & enska

Í bókinni er sagt frá alþýðulistamanninum Þórði Valdimarssyni (1922- 2002) sem ávallt kallaði sig Kiko Korriro. Bókin er prýdd myndum af verkum listamannsins sem var afar afkastamikill. Lífshlaup og listsköpun Kiko er rakin í greinandi textum eftir Níels Hafstein, Aðalstein Ingólfsson og Þórð Sverrisson.

III – Fuglar

Útgáfuár / 2019
Blaðsíður / 68
Tungumál / Íslenska & enska

II – Hannyrðir

Útgáfuár / 2016
Blaðsíður / 68
Tungumál / Íslenska & enska

I – Sýnisbók safneignar

Útgáfuár / 2016
Blaðsíður / 108
Tungumál / Íslenska & enska

Exit mobile version