Skip to content

Ragnar Hermannsson

Ragnar Hermannsson (1922-2009) fæddist að Bjargi í Flatey á Skjálfanda, þar sem hann bjó lengst af ævi, en fluttist þegar búskap lauk til Hermanns sonar síns og Dómhildar Antonsdóttur konu hans, en síðan á dvalarheimilið Hvamm á Húsavík. Safnasafnið fagnaði aldarminningu Ragnars með útgáfu bókar um listaverk hans og sýningu á bátum sem hann smíðaði og fólki sem hann tálgaði út á efri árum.

Það er einkum þrennt sem prýðir fólkið hans Ragnars: afmörkuð form, sterkir óblandaðir litir og vel smíðaðir skór. Hæversk ró svífur yfir verkunum og um þau leikur blær liðinna tíma, hjartans einlægni og tilgerðarleysi. Verkin lýsa karlmannlegum persónuleika höfundar, þau eru raunsæir vitnisburðir um hagleik sem er til eftirbreytni og hefur lifað með íslensku þjóðinni um aldir.

Exit mobile version