Dvöl gegn dagsverki
Með verkefninu er lista- og fræðafólki auðveldað að taka lista- og fræðimannsíbúðina á leigu utan annatíma gegn einhvers konar framlagi. Framlagið getur verið með ýmsu sniði, s.s. aðstoð við uppsetningu sýninga, ljósmyndun, flutningur á listaverkum, leiðbeiningar um forvörslu, fyrirlestrar, hreingerning, húsvarsla í fjarveru stofnenda, markaðssetning, málun sýningarsala, móttaka gesta, prófarkarlestur, þýðingar, tölvuvinna, viðhald og margt fleira. Hér er búin til umgjörð sem felur í sér gagnkvæman ávinning og getur af sér áhugaverða niðurstöðu.
Áhugasamir geta haft samband við safnið í síma: 461-4066 eða safngeymsla@simnet.is
↓
Staðsetning íbúðar
Lista- og fræðimannaíbúð
Safnasafninu
606 Svalbarðseyri
↓
Lýsing á íbúð
Íbúðin er í risi Kaupfélags Svalbarðseyrar sem var flutt á lóð Safnasafnsins árið 2006. Hún er 67 m2, með sér inngangi á 2. hæð frá bílastæði, útbúin eins og byggðasafn með andrúmslofti og rómantík liðinnar aldar – en þó með nútímalegu ívafi. Í íbúðinni er forstofa, bað, eldhús með 1 rúmi, samliggjandi borð- og skrifstofa með 2 rúmum og herbergi með hjónasæng og 2 barnarúmum.
↓
Þrif og lín
Gestir þrífa sjálfir eftir dvöl. Hægt er að kaupa þrif gegn greiðslu hjá safninu í síma 461 4066 á milli kl. 9:00 – 17:00. Þrifin þarf að panta með a.m.k. sólarhringsfyrirvara. Mikilvægt er að taka með sér lök, sængurver, koddaver og handklæði en þó er hægt er að leigja lín á staðnum.
↓