Skip to content

Munstur og menning

Munstur og menning er safnfræðslu- og menningarmiðlunarhluti textíldeildar Safnasafnsins. Undirdeildir textíldeildarinnar eru Verslun ÁGG & Co og Stofa Jennýjar Karlsdóttur.

Nafnið Munstur og menning og er hluti af víðamikilli gjöf sem Jenný Karlsdóttir gaf Safnasafninu vorið 2023 en hún hélt lengi vel úti heimasíðunni munstur.is.

Munstur og menning vinnur að því að gera sem mest af okkar fornu handverksmenningu aðgengilega nemendum, hönnuðum, listafólki og nútíma handverksfólki á auðveldan hátt með m.a. kynningum, námskeiðum, smiðjum, útgáfum og greiðu aðgengi að safnkosti.

Munstur og menning er þjóðlegur hugmyndabanki sem mun ásamt kynningum endurútgefa gamlar handverksbækur og gömul munstur. Auk þess er það ósk að beina íslenskri hönnun og minjagripagerð í þjóðlegan farveg.

Munstur og menning vill sýna handverki formæðra og forfeðra okkar þá virðingu sem það á skilið.

Exit mobile version