Skip to content

Aðgengi

Aðgengi fyrir hjólastóla er almennt gott á safninu og það er lyfta á milli hæða og skábraut, nema niður í vestursal, þangað niður liggja þrjár tröppur, það er vel sýnilegt inn af stigapalli. Það er auðfarið úr einum í annan. Það er friðsælt á safninu. Engin björt eða blikkandi ljós né hljóð úr myndbandsmiðlum hljóma. Ef myndbands- eða hljóðverk eru sýnd eruð þau í heyrnatólum.

Bílaplanið er þakið möl en trépallar við innganginn og þröskuldur. Hægt er að tylla sér á báðum hæðum, bæði í anddyri, og svo í bókastofu uppi. Starfsfólk getur leiðbeint daufblindum og eða þeim sem þess óska um safnið. Það er ágætlega fært fyrir hjólastóla um garðinn, þar eru troðnir stígar. 

Starfsfólk getur leiðbeint daufblindum og eða þeim sem þess óska um safnið. Á fyrstu hæð í safninu eru tvö salerni fyrir allar kyngerðir, annað þeirra er einnig fyrir fatlaða.

Exit mobile version