Skip to content

Íbúð

Íbúðin er í risi Kaupfélags Svalbarðseyrar (1900) sem var flutt á lóð Safnasafnsins árið 2006. Hún er 67 m2, með sér inngangi á 2. hæð frá bílastæði, útbúin eins og byggðasafn með andrúmslofti og rómantík liðinnar aldar – en þó með nútímalegu ívafi. Í íbúðinni er forstofa, bað, eldhús með 1 rúmi, samliggjandi borð- og skrifstofa með 2 rúmum og herbergi með hjónasæng og 2 barnarúmum.

Íbúðin er leigð án tengsla við aðra starfsemi safnsins, ferðsfólki á sumri, lista- og fræðafólki á hausti, vetri og vori. Tekið er tillit til þess við verðlagningu að lista- og fræðimenn dvelja í íbúðinni 1-3 vikur í senn, við vinnu sem fellur að starfsstefnu safnsins. Gestgjafar eru Níels Hafstein og Magnhildur Sigurðardóttir, þau búa í Þinghúsinu sem er tengt safnbyggingunum.

Exit mobile version