Stofa Jennýjar Karlsdóttur
Helstu markmið stofu Jennýjar Karlsdóttur eru að veita áhuga-, fræða- og listafólki aðgang að 2500 textílgripum sem Jenný gaf Safnasafninu vorið 2023, svo það geti rannsakað og skrifað um þá og notað í kennslu. Heimasíðu verður komið upp þar sem fólk getur skoðað gripina, keypt munstur og nýtt sér ýmiss konar verklag og þekkingu. Viðskiptavinir geta sett umbeðið efni beint í kaupkörfu á netinu til afgreiðslu, eða fengið munstur skannað og útprentað í æskilegri stærð sent heim í pósti. Í nafni stofu Jennýjar verða kynningar og fræðsla fyrir hópa þar sem fjallað verður um efnisþætti og útsaumsaðferðir. Gripir úr gjöf Jennýjar verða sýndir jafnt og þétt á næstu árum.