Vættir / Deities
Bimala Dutta (1941)
Bimala er rómuð fyrir línuteikningar sínar sem hafa indverska goðafræði að umfjöllunarefni. Hér er á ferðinni ein af þekktari Mithila málarum í Madhubani á Indlandi. Hún lærði að mála af móður sinni og eldri systur. Með yfir fimm áratuga starf að baki hefur hún þróað sinn eigin sérstaka stíl. Önnur myndin er af gyðjunni Kali og hin, Ardhanarishwara, sameinaða hálfa konu og hálfan karl, sem er ein birtingarmynd Shiva, sameinaður gyðjunni Parvati.
/
Dutta is well known for her line paintings on traditional mythological subjects. She is one of the better known Mithila painters in Madhubani, in India. She learnt painting from her mother and elder sister. With over five decades of practice she has developed her own distinctive style. One of the images on display shows the goddess Kali and the other one is Ardhanarishvara; the composite male and female Hindu figure, a manifestation of Shiva combined with Parvati.
↓
Norðursalir / North Rooms 2024
Umsjón / Curator Gunnhildur Walsh Hauksdóttir