Skip to content

Sveitalíf / Country life

Laufey Jónsdóttir & nemendur í leikskólanum Álfaborg / Álfaborg preschool

Börn léku sér áður fyrr að beinum og hornum af sauðkindinni og Laufey var þar engin undantekning. Hún gat þekkt einstakar kindur úr fjarska af svip þeirra, látbragði og göngulagi og gat hermt eftir þeim. Sem barn gerði hún klippimyndir af kindum og húsdýrum og þegar hún var komin á efri ár tók hún aftur upp þessa iðju. Laufey teiknaði dýrin ekki upp heldur lét skærin leiða sig áfram til að draga fram formin. Hún klippti út dýr og fólk og litaði fígúrurnar sínar.

Árlega efnir Safnasafnið til samstarfs við leikskóla Svalbarðsstrandarhrepps. Samstarfið er hugsað til þess að efla listrænan áhuga og hugmyndaflug barnanna frá unga aldri, en Álfaborg hefur tekið þátt í sýningum safnsins á þriðja áratug. Safninu er heiður og ánægja af þátttöku þeirra, lífsgleði og sköpunarkrafti. Í ár sköpuðu börnin verk út frá klippimyndum listakonunnar Laufeyjar Jónsdóttur undir sýningarheitinu Sveitalíf

/

1 / 6

Blómastofa / Flower Room 2025
Sýningargerð / Curator Þórgunnur Þórsdóttir & Níels Hafstein

Exit mobile version