Sölvi Helgason
Listamaðurinn Sölvi Helgason (1820-1895) fæddist að Fjalli í Sléttuhlíð í Skagafirði árið 1820 og til að minnast þessara 200 ára tímamóta setur Safnasafnið upp sýningu á verkum hans. Sölvi Helgason, eða Sólon Íslandus eins og hann kallaði sig líka, lifði þá tíma þegar íslensku alþýðufólki voru settar skorður með vistarbandi og takmörkuðu ferðafrelsi. Sölvi gerði uppreisn gegn þessum reglum, ferðaðist um landið og leit á sig sem sjálfmenntaðan listamann og fræðimann. Fyrir það uppskar hann hýðingar og fangelsisdóma. Á sama tíma og Sölvi var á faraldsfæti og átti í útistöðum við yfirvöld skapaði hann einstæð listaverk sem einkennast af blómskrúði og blómafléttum.
Sölvi Helgason (1820-1895) was born 200 years ago on the farm of Fjall in Skagafjörður, north Iceland. To commemorate this anniversary the Icelandic Folk and Outsider Art Museum has set up an exhibition of his works. Sölvi Helgason, or Solon Islandus as he also called himself, was born into poverty, at a time when Icelandic law compelled those who had no land of their own to work on farms under annual contracts, and forbade unauthorised travels outside their local district. Sölvi disregarded these limitations, maintaining that his art entitled him to freedom of movement. Hence he became renowned all over Iceland for his roving, and for his dealings with the authorities, who repeatedly punished him with flogging and imprisonment. While wandering the countryside and dealing with authorities, Sölvi created unique artworks with tendrils and floral ornament, which are so typical of his art.
Flestar myndir Sölva eru smáar og skýrist af þeirri staðreynd að pappír var munaðarvara á hans tíma og ekki alltaf auðfenginn. Má sjá að hann nýtti allt sem hann komst yfir af lausum blöðum, jafnvel titilsíður bóka, en stærri arkir hefur hann annaðhvort keypt eða fengið gefins. Útsjónarsemi Sölva við að útvega sér nauðsynlegan efnivið og vinna að myndverkum sínum við misjöfn skilyrði og lítinn skilning samtímafólks er aðdáunarverð. Sölvi var einnig sískrifandi, bæði sagnfræðilega texta, ljóð og hugleiðingar. Iðulega ritaði hann hugleiðingar eða yfirlýsingar inn á myndirnar og oft eru bakhliðar þeirra þaktar örsmárri handskrift og pappírinn nýttur til hins ýtrasta.
In addition Sölvi was always writing, and would often write reflections or statements on his pictures, and in many cases the reverse of the picture is covered with his minuscule writing. The artistic importance and merit of Sölvi Helgason’s works is indisputable, reflecting the admirably spontaneous, tenacious creativity of a penniless vagabond.
Listrænt vægi og gæði myndverka Sölva er óumdeilanlegt, þó ekki hlyti hann viðurkenningu í lifandi lífi, og í dag getum við ekki annað en dáðst að sköpunarverki þessa fátæka förumanns.