Skip to content

Kærleikurinn er kær leikur

Listsköpunin var framar öllu í lífi Nonna Ragnas (1951–2019), ljósið sem leiddi hann áfram. Hann var samkynhneigður á tíma þegar frávik voru fyrirlitin. Hann upplifði einelti, barsmíðar og einangrun en líka upprisu og breytta tíma sem hann átti þátt í að ryðja til rúms. Nonni var óvenju næmur, hann mótaðist af miklu róti og umbreytingum á seinni hluta tuttugustu aldar og upphafi þeirrar tuttugustu og fyrstu. Nýir sjónarhólar birtust, ný afstaða gagnvart skiptingu kynja, kynhneigð og hörundslit.

Nonni fékk hvergi að sýna verk sín opinberlega, listheimurinn hafnaði honum, en hann lét aldrei undan. Hann umbreytti heimkynnum sínum í Elliðaárdal í sýningar- og dansstað þar sem farið var höndum og penslum yfir hurðir, borð, veggi og loft. Verk hans sem hér eru til sýnis bera vitni um hugkvæmni og fjölbreytileika. Hver afmörkuð heild kallast á við aðra innan rýmisins, ögrar og heillar í senn.

Austursalur / 2023

1 / 6

Exit mobile version