English below
Ísleifur Konráðsson fæddist 1889 á prestsetrinu Stað í Steingrímsfirði á Ströndum. Foreldrar hans voru ógift vinnuhjú þar, Konráð Sigurðsson (1867 –1940) og Þorbjörg Jónsdóttir (1865 -1922). Þau eignuðust tvo syni, Ísleif og Jón (1890 – 1961) með árs millibili. Þegar Ísleifur var eins árs var hann sendur í fóstur til Ólafar Jörundardóttur (1847 – 1903) á Hafnarhólma á Selströnd í Kaldrananessókn, ekki langt frá stórbýlinu Stað. Ólöf var 43 ára, ógift og barnlaus þegar hún tók Ísleif að sér en harðbýlt var á þessum slóðum og algengt að börn væru send í fóstur vegna fátæktar. Þorbjörg móðir Ísleifs og Ólöf voru fjórmenningar og ekki ólíklegt að þær hafi þekkst þar sem stutt var á milli bæja og töluverð samskipti ábúenda í sveitinni. Til eru sagnir af því að Ólöf hafi verið næm á umhverfi sitt og trúað á álfa og huldufólk og má fastlega gera ráð fyrir því að áhugi hennar á dulrænum efnum hafi haft áhrif á hugarheim Ísleifs í uppeldinu.
Þorbjörg móðir Ísleifs giftist Eyjólfi Stefánssyni (1866 – 1938) bónda á Kaldrananesi þegar Ísleifur var á unga aldri og eignuðust þau fjóra syni, Kristján Ólaf (1896 – 1994), Stefán Halldór (1900 – 1926), Benedikt Magnús (1900 – 1926) og Inga Guðjón (1904 – 1962). Jón, eini albróðir Ísleifs, ólst upp hjá móður sinni, stjúpföður og hálfbræðrum í Kaldrananesi. Ágætt samband var á milli þeirra bræðra en stutt var yfir í Hafnarhólma til Ísleifs og umgengust þeir töluvert á æskuárum sínum. Jón albróðir Ísleifs giftist Guðbjörgu Gestsdóttur(1895 – 1969) sem ólst upp á Hafnarhólma, einum af tveimur bæjum sem báru það nafn, á sama blettinum á Drangsnesi og þekktust þau öll vel á yngri árum því nábýlið á Ströndum var mikið.
Ísleifur var á fjórtánda ári þegar Ólöf fóstra hans dó en þá fluttist hann af Ströndum og sótti vinnu vítt og breitt, bæði innan lands og utan. Frá 1919 ferðaðist Ísleifur víða um lönd og vann m.a. á kaupskipum, dvaldi lengi í Kaupmannahöfn við ýmis störf, meðal annars á veitingahúsi á Aðaljárnbrautarstöðinni. Á þessum árum voru samskipti bræðranna oft á tíðum slitrótt eða allt þar til að Ísleifur flytur alfarið aftur til Íslands um 1930-35.
Konráð faðir þeirra bræðra flutti til Kaupmannahafnar þegar synir hans tveir voru á unga aldri uppúr 1894. Þar settist hann að og giftist íslenskri konu, og eignuðust þau tvo syni. Ekki er vitað til þess að Íseifur hafi haft nokkuð samband við hálfbræður sína eða föður en töluverður aldursmunur var á bræðrunum og lítið ef nokkuð samband milli þeirra feðga. Þó er vitað er að Ísleifur bjó í námunda við föður sinn í Kaupmannahöfn og sigldu þeir á sínu hvoru skipinu á milli Kaupmannahafnar og New York, en Ísleifur var í fimm ár í siglingum þar á milli á skipinu Friðrik VIII.
Jón bróðir Ísleifs og Guðbjörg kona hans eignuðust tólf börn sem voru honum vel kunnug, þótti þeim vænt um frænda sinn og töluðu um hann af innilegri frændsemi og væntumþykju. Eftir að Ísleifur er alkominn til Íslands uppúr 1935 og sestur að í Reykjavík, bjuggu Jón bróðir hans og Guðbjörg kona hans einnig þar ásamt flestum frændsystkinum og styrktust þá böndin á milli þeirra. Ísleifur leigði herbergi á nokkrum stöðum í borginni eftir heimkomuna en þegar Jón bróðir hans lést árið 1961 flutti hann til Guðbjargar mágkonu sinnar í Hátún 4. Þar var hann með herbergi fyrir sig, pláss fyrir dívan, myndirnar sínar og trönur. Mjög gestkvæmt var hjá Guðbjörgu, þar sem börnin tólf og barnabörn komu oft í heimsókn. Ísleifi þótti gaman að hafa þau nærri og spjalla um heima og geyma.
Ísleifur var draumamaður og trúði á máttinn í náttúrunni og því dulmagnaða sem fólki er oft hulið og þótti gaman að segja ættingjunum frá þeirri veröld. Hann var sagna- og íslenskumaður og skrifaði upp og myndskreytti ljóð sem honum þótti fögur. Þessi áhugamál hans lituðu oft samræður sem hann átti við ættingjana. Hann ferðaðist mikið um landið og tók myndir af landslagi á kassavélina sína sem hann síðan málaði eftir. Eins tók hann myndir af flestum málverkum sínum. Ísleifur dvaldi í Hátúni 4 hjá ættingjum sínum þar til hann fékk pláss á Hrafnistu 1968, stuttu áður en Guðbjörg mágkona hans lést.
Ísleifi leið vel á Hrafnistu þau fjögur ár sem hann átti ólifað. Í fyrstu var honum úthlutað herbergi en síðan litlu raðhúsi þar sem hann hafði gott pláss fyrir sig. Frændfólk hans aðstoðaði hann oft við að ná í það sem hann þurfti. Ísleifi er minnst sem hlýjum, ljúfum, barngóðum manni sem hafði alltaf tíma fyrir innihaldsríkt spjall. Margir ættingjar minnast hans þar sem hann sat og hallaði sér fram á stafinn sinn og fylgdist með sjónvarpinu og því sem fram fór á heimilinu án þess þó að taka mikinn þátt í því sem fram fór. Hann var mikið út af fyrir sig, einrænn en þótti gott að finna fyrir ys og þys lífsins sem rann fyrir augu hans. Ísleifur lést í Reykjavík, 3. Júní 1972, þá 83 ára að aldri og hvílir í grafreit á æskuslóðum sínum á Ströndum í stekknum í kirkjugarðinum á Drangsnesi.
Samantekt á ættum og æfi Ísleifs tóku saman Sonný Hilma L. Þorbjörnsdóttir, Hildur Guðmundsdóttir og Nanna Guðmundsdóttir barnabörn Jóns Konráðssonar og Guðbjargar Gestsdóttur.
/
Ísleifur Konráðsson was born in 1889 at the farm-vicarage of Stadur in Strandir in West Iceland. His parents were farmhands, Konráð Sigurðsson and Þorbjörg Jónsdóttir. They were unmarried and had two sons, Ísleifur and Jón, one year apart. Ísleifur was sent to live with Ólöf Jörundardóttir when he was a year old. Her home was not far from the farm at Stadur. Ólöf was 43 years old, unmarried, and childless when she took Ísleifur in. Life was hard at this time, and it was common for children to be sent to out to foster. Ísleifur’s mother and Ólöf were related and likely knew each other. It’s said that Ólöf was sensitive to her surroundings and believed in elves and hidden people from Icelandic folklore, and it can be safely assumed that her interest in the mystical influenced Ísleifur in those formative years.
Ísleifur’s mother went on to marry a farmer, Eyjólfur Stefánsson, when Ísleifur was still a child. They would have four sons, Kristján Ólafur, Stefán Halldór, Benedikt Magnús and Ingi Guðjón. Jón, Ísleifur’s first brother, grew up with his mother, stepfather and half-brothers. There were good relations between all the brothers. The distance between the two farms was not great so the families socialised quite a bit.
Ísleifur was 13 years old when his foster mother, Ólöf, passed away in 1903. He then moved away from Strandir and sought work far and wide, both in Iceland and abroad. From 1919 Ísleifur began travelling for work, he joined the crews of merchant ships among other things. He also spent a long time in Copenhagen working various jobs, including in a restaurant at the Central Railway Station. During these years, the brothers’ relations were sporadic, until Ísleifur moved back to Iceland in the early 1930s.
Ísleifur’s father had moved to Copenhagen when the brothers were still young in 1894. He settled there and married an Icelandic woman, and they had two sons. It’s unknown if Ísleifur had any contact with his father and half-brothers while in Denmark. It is known, however, that he lived in the same district of Copenhagen as his father, and that they both worked on separate ships, sailing between Copenhagen and New York. Ísleifur sailed for five years between the two cities on the ship Frederick VIII.
When Ísleifur returned to Iceland and settled in Reykjavík, Jón and his family also lived there along with most of their cousins. The bond between the family was renewed. Jón had married Guðbjörg Gestsdóttir and they had twelve children who were all familiar to Ísleifur. They adored their uncle and always spoke affectionally of him.
Ísleifur lodged in a few locations around the city after returning, but when he lost his brother Jón in 1961, he moved in with his sister-in-law and her children. He had a room to himself, a space for his bed, his paintings, art supplies and easel. Guðbjörg ran a lively and hospitable home, and her children and grandchildren often came to visit. Ísleifur liked to have them close and enjoyed engaging in conversations.
Ísleifur was a dreamer, believed in the power and mystery of nature, and enjoyed telling his relatives about the world of folklore. He was a storyteller and had good command of language. He transcribed and illustrated poems that he thought beautiful. His conversations with relatives frequently focused on these interests. Ísleifur travelled around the country and captured landscapes on his Kodak Brownie camera which he then painted. He also photo-documented most of his paintings. Ísleifur remained with his relatives until he got a place at Hrafnista elderly home in 1968 shortly before his sister-in-law passed away.
Ísleifur was content living in Hrafnista where he would spend his remaining four years. To begin with he was assigned a room, but soon after he moved into a small house where he had plenty of space to himself. His relatives often visited and ran errands for him. Ísleifur is remembered as a warm kind-hearted man who always had time for meaningful conversations. Many relatives remember him as he sat leaning forward on his cane, keeping one eye on his surroundings and the other on the television. He mostly kept to himself and valued his solitude but also liked to feel the hustle and bustle of life that flowed before him. Ísleifur passed away in 1972 and rests in a burial plot near his childhood home in Strandir in Drangsnes cemetery.
The summary of Ísleifur’s biography and family was compiled by Sonný Hilma L. Þorbjörnsdóttir, Hildur Guðmundsdóttir and Nanna Guðmundsdóttir, grandchildren of Jón Konráðsson and Guðbjörg Gestsdóttir.
↓