Skip to content

Herðubreið og Hólsfjöll / Mountains

Stórval – Stefán Vilhjálmur Jónsson (1908-1994), Brynhildur Þorgeirsdóttir

Brynhildur hefur um árabil steypt Herðubreið í litað gler, upphaflega í hvítleitum tón sem gefur fjallinu efnislegt gagnsæi og dýpt og dulúð. Hún jók svo frumlitunum við til að fá meiri fjölbreytni. Stefán V. Jónsson frá Möðrudal á Fjöllum, eða Stórval, hafði mikið dálæti á Herðubreið og bregður henni fyrir í verkum hans ásamt Hólsfjöllum sem hér eru meira áberandi. Hann notaði öflug form fjallanna til að tjá fjölbreytileg tilbrigði birtu og skugga. Stórval málaði Herðubreið og Hólsfjöll endurtekið í sterkum litum á breiðum skala til að móta og endurlifa fjallasýn bernsku sinnar. 

/

1 / 8

Stigaloft / Landing 2025
Sýningargerð / Curator Níels Hafstein

Exit mobile version