Herðubreið og Hólsfjöll / Mountains
Stórval – Stefán Vilhjálmur Jónsson (1908-1994), Brynhildur Þorgeirsdóttir
Brynhildur hefur um árabil steypt Herðubreið í litað gler, upphaflega í hvítleitum tón sem gefur fjallinu efnislegt gagnsæi og dýpt og dulúð. Hún jók svo frumlitunum við til að fá meiri fjölbreytni. Stefán V. Jónsson frá Möðrudal á Fjöllum, eða Stórval, hafði mikið dálæti á Herðubreið og bregður henni fyrir í verkum hans ásamt Hólsfjöllum sem hér eru meira áberandi. Hann notaði öflug form fjallanna til að tjá fjölbreytileg tilbrigði birtu og skugga. Stórval málaði Herðubreið og Hólsfjöll endurtekið í sterkum litum á breiðum skala til að móta og endurlifa fjallasýn bernsku sinnar.
/
Þorgeirsdóttir has been casting the Herðubreið tuya in coloured glass for years. To begin with she used a whitish tone, giving it transparency and depth, but gradually added prime colours for variety. Jónsson, who is known by his artist name Stórval, also had a great fondness for Herðubreið and the mountains of Hólsfjöll. He used the powerful shape of the mountains to express the variations of light and shadow, and evoked his childhood landscape, as those mountains were an integral part of his upbringing.
Stigaloft / Landing 2025
Sýningargerð / Curator Níels Hafstein
↓