Skip to content

Fjallasýn / Mountain View

Þórunn Franz  (1931-2018)

Ullargarnið virðist bylgjast eftir yfirborðinu á flosuðum landslagsverkum Þórunnar sem unnin eru með flosnál eftir ljósmyndum og póstkortum. Litirnir eru blandaðir samkvæmt minni, aðeins ýktir og ef til vill safaríkari fyrir vikið. Þórunn var þekkt hannyrðarkona og var frumkvöðull á sínu sviði. Hún rak hannyrðaverslunina Handavinnubúðin á Laugavegi í Reykjavík, fékkst við kennslu og námskeiðahald á sviði handverks og hannyrða um land allt. 

Þórunn Franz vakti líka alla tíð athygli fyrir lagasmíðar og vann til verðlauna og viðurkenninga í dægurlagasamkeppnum á sjötta og sjöunda áratugnum. Mamma, Farmaður hugsar heim og Föðurbæn sjómannsins eru dæmi um lög eftir Þórunni og má hlusta á sýningunni í flutningi Ragnars Bjarnasonar og Elly Vilhjálms. 

Hér má skoða skemmtilegt myndbrot af því þegar Stöð 2 kom í heimsókn til Þórunnar.

/

The wool yarn seems to undulate across the surfaces of Franz’s landscapes, which are inspired by photographs and postcards. The colours are arranged according to memory, slightly intensified and more exaggerated than the original. Franz was a well-known craftswoman and a pioneer in the field of embroidery patterns. She managed the Handavinnubúðin craft store in Reykjavík. She held and taught courses in the field of handcrafts around the country.

Austursalur / 2024

Sýningarstjórn Þórgunnur Þórsdóttir

Exit mobile version