Hallir ímyndanna / Palaces of Projections
Ísleifur Sesselíus Konráðsson (1889-1972)
Undirstaða allrar listsköpunar er einlægni – að tjá hugmyndir, reynslu og tilfinningar án tilgerðar. Ísleifur málaði ekki yfirborð hluta, hann horfði innávið, sá inn í kviku landsins. Pensilskrift hans minnir á fínlegan útsaum með skrautlegum slettum, allir litir tempraðir, nema undirskriftin sjálf sem kemur upp um ákefð málarans. Hér sjáum við vel skipulagt land – skrautleg einföld form þar sem töfrar hversdagsins eru dregnir fram í dagsljósið.
Árið 1962, þegar Ísleifur Konráðsson var kominn yfir sjötugt, opnuðust hjá honum flóðgáttir sköpunarkraftsins og næsta áratug hélt hann átta einkasýningar þar sem hann sýndi yfir 200 málverk. Það eru nú komin yfir 50 ár síðan verkum Ísleifs hefur safnað saman og þau sýnd heildstætt eins og gert er á þessari sýningu. Verk hans tjá afdráttarlausa einlægni málarans gagnvart viðfangsefninu – hvort sem um ræðir þekkta staði eða sýnir listamannsins úr skáldaðri fortíð, þar sem myndbirtast heiðavötn, klettamyndanir, skálar, seglskútur og hallir.
/
The foundation of all artistic creation is sincerity – to express ideas, experiences and feelings without pretense. Isleifur Konradsson didn’t merely paint the surface of objects, he looked inwards, he pierced into the core of the countryside. His brushwork is reminiscent of delicate embroidery with decorative splashes and tempered colour, except for his signature, which reveals the painter’s enthusiasm. Here we see well cultivated land – ornate, simple shapes where the magic of everyday life is brought to light.
In 1962, when Konradsson was over seventy years old, the floodgates of creativity opened for him, and over the next decade he held eight solo exhibitions where he exhibited over 200 paintings. This is the first time in over 50 years since so many of Konradsson’s works have been gathered and exhibited. His works express unequivocal sincerity towards his subjects – whether he painted known places or imagery of the artist’s fictional past; depicting heath lakes, rock formations, pavilions, sail boats and palaces.
Vestursalur / West Room 2025
Sýningargerð / Curator Unnar Örn
Rannsókn og textar / Research and texts Unnar Örn
Samantekt á ættum og æfi Ísleifs / The summary of Ísleifur’s biography Sonný Hilma L. Þorbjörnsdóttir, Hildur Guðmundsdóttir & Nanna Guðmundsdóttir
↓

Ísleifur Konráðsson fæddist 1889 á prestsetrinu Stað í Steingrímsfirði á Ströndum. Foreldrar hans voru ógift vinnuhjú þar, Konráð Sigurðsson (1867 –1940) og Þorbjörg Jónsdóttir (1865 -1922). Þau eignuðust tvo syni, Ísleif og Jón (1890 – 1961) með árs millibili. Þegar Ísleifur var eins árs var hann sendur í fóstur til Ólafar Jörundardóttur (1847 – 1903) á Hafnarhólma á Selströnd í Kaldrananessókn, ekki langt frá stórbýlinu Stað. Ólöf var 43 ára, ógift og barnlaus þegar hún tók Ísleif að sér en harðbýlt var á þessum slóðum og algengt að börn væru send í fóstur vegna fátæktar. Þorbjörg móðir Ísleifs og Ólöf voru fjórmenningar og ekki ólíklegt að þær hafi þekkst þar sem stutt var á milli bæja og töluverð samskipti ábúenda í sveitinni. Til eru sagnir af því að Ólöf hafi verið næm á umhverfi sitt og trúað á álfa og huldufólk og má fastlega gera ráð fyrir því að áhugi hennar á dulrænum efnum hafi haft áhrif á hugarheim Ísleifs í uppeldinu. Lesa meira
/
Ísleifur Sesselíus Konráðsson was born in 1889 at the farm-vicarage of Stadur in Strandir in West Iceland. His parents were farmhands, Konráð Sigurðsson and Þorbjörg Jónsdóttir. They were unmarried and had two sons, Ísleifur and Jón, one year apart. Ísleifur was sent to live with Ólöf Jörundardóttir when he was a year old. Her home was not far from the farm at Stadur. Ólöf was 43 years old, unmarried, and childless when she took Ísleifur in. Life was hard at this time, and it was common for children to be sent to out to foster. Ísleifur’s mother and Ólöf were related and likely knew each other. It’s said that Ólöf was sensitive to her surroundings and believed in elves and hidden people from Icelandic folklore, and it can be safely assumed that her interest in the mystical influenced Ísleifur in those formative years. Further reading
↓











