Skip to content

Opnunartími 2022 /
Opening hours

7. maí / may – 11. september
10:00 – 17:00

Safnasafnið

Svalbarðsströnd
601 Akureyri

Hafðu samband /
Contact us

(+354) 461 4066
safngeymsla@simnet.is

Safnasafnið

Við norðanverðan Eyjafjörðinn, til móts við Akureyri, stendur Safnasafnið við þjóðveginn ofan við Svalbarðseyri. Tignarlegur safnvörður, bláklæddur og rúmlega 5 metra hár, tekur á móti gestum og vísar veginn inn á safnið.

Sýningar 2022

Á sýningum Safnasafnsins í ár er víða leitað fanga til að kynna fyrir gestum margslungna alþýðulist og framsækna nútímalist. Kafað er ofan í sálarkirnur, siglt út á haf og vötn á farkostum huga og handar og horft með bjartsýni til komandi framtíðar þar sem safnið mun leika stærra hlutverk en það gerir nú.

Íbúð til leigu

Íbúðin er í risi Kaupfélags Svalbarðseyrar (1900) sem var flutt á lóð Safnasafnsins árið 2006; hún er með sér inngangi á 2. hæð frá bílastæði, útbúin eins og byggðasafn með andrúmslofti og rómantík liðinnar aldar en þó með nútímalegu ívafi.