Skip to content

Þvílíkasafnið

Dr. Vísi Bjarni H. Þórarinsson
Goddur – Guðmundur Oddur Magnússon

Bjarni H. Þórarinsson byggir verk sín á vísindalegu kerfi, stofn þess er Benda, hugtak sem vísar í margar áttir, hún er eðli og háttur, hugur og sál, tilfinning, form og efni, sem opnar ýmsar leiðir til skilinings. Vísirós er miðflötur Bendunnar þar sem myndvísi, tónvísi, tónvísi og rökvísi eiga samleið í tungumáli sem er skipað niður í strangri reglu innan gefins rýmis.

Stofnendur Safnasafnsins keyptu árið 1991 tvö verk eftir Bjarna, tvíburarósir gerðar með tússi, og höfðu alltaf áhuga á því að styrkja listaverkaeign safnsins með fleirum slíkum. Það varð úr árið 2019 að haft var samband við listamanninn með það í huga að setja á fót sérstaka stofu eða safndeild um verk hans og listferil, og árið eftir var hún formuð og skjalfest með 11 markmiðum og skírð Þvílíkasafnið.

Loks bætti Goddur um betur og gaf safninu fjölda ljósmynda og klippimynda af Bjarna sem sýna hann í ýmsum hlutverkum í kvikmyndum og gjörningum. Útgáfa á Sýnisbókar safneignar V, Þvílíkasafnið, kom í kjölfarið á sýningu á safninu 2021 og varpar skýrari ljósi á listferil sem á engan sinn líka.

Bjarni Hjalted Þórarinsson er fæddur 1. mars í Reykjavík og hefur alið mest allan sinn aldur þar í borg. Hann starfar í dag sem myndlistamaður, skáld, höfundur kvikmyndahandrita og sjónháttafræðingur. Hann kallar sig líka yrkitekt, benduheimspeking, vísíótek og sjáningafrumkvöðul.