Skip to content

Staðsetning

Safnasafnið er staðsett á Svalbarðseyri sem er í um 10 mínútna aksturfjarlægð frá Akureyri.

Heimilisfang:
Safnasafnið
Svalbarðseyri
606 Akureyri

Aðgengi

Aðgengi fyrir hjólastóla og göngugrindur er almennt gott á safninu en bílaplanið er þakið möl. Trépallur er við innganginn og þröskuldur. Færanleg skábraut er lögð við inngang um leið og þess er þarft og hægt að óska eftir mottu til að auðvelda leið frá möl upp á trépallinn. Lyfta og skábrautir eru á milli hæða nema í miðjum vestursal þar sem liggja niður þrjár tröppur. Neðri hluti vestursalsins er vel sýnilegur frá stigapalli en hjólastólaaðgengi er að neðri hlutanum ef komið er inn af sólpalli. Á fyrstu hæð í safnsins eru tvö salerni. Annað þeirra er aðgengilegt hjólastólum.

Það er friðsælt á safninu. Hægt er að tylla sér á báðum hæðum – í blómaskálanum á fyrstu hæðinni og í bókastofu á efri hæðinni. Einnig er hægt að sitja úti á sólpöllum safnsins og á bekkjum í garði. Ef myndbands- eða hljóðverk eru sýnd eru þau í heyrnatólum. Á safninu eru margar plöntur. Starfsfólk getur leiðbeint daufblindum sem og öllum þeim sem þess óska um safnið. 

Fólk getur óskað eftir útprentuðu korti af sýningarrýmum safnsins og sýningarskrám í afgreiðslunni. Einnig er hægt að skoða sýningarskrár safnsins rafrænt og hala þeim niður hér.

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um aðgengi vinsamlegast hafið samband í síma: 461 4066 eða sendið skilaboð á safnasafnid@gmail.com.

Kort af safninu

1. Brúðustofa 2. Blómaskáli (Seturými) 3. Miðrými 5. Anddyri (Afgreiðsla, Gjafavöruverslun) 6. Lyfta 7. Austursalur 8. Salerni 9. Vestursalur

10. Suðurstofa 11. Verslunin 12. Stigaloft 13. Bjartisalur 14. Bókhlaða (Bókastofa) 15. Norðursalir