Nonni Ragnas

Listsköpunin var framar öllu í lífi Nonna, ljósið sem leiddi hann áfram. Hann var samkynhneigður á tíma sem fyrirleit annar skonar kynhneigðir. Hann upplifði einelti, barsmíðar og einangrun en líka upprisu og breytta tíma sem hann átti stóran þátt í að ryðja til rúms. Hann fékk hvergi að sýna sín verk á opinberum stöðum, svokallaður listheimur hafnaði honum, en hann lét aldrei undan og breytti heimkynnum sínum í sýningarstað og dansstað. Nonni var óvenjulega næmur, hann mótaðist af miklu róti og umbreytingum á seinni hluta tuttugustu aldar og upphafi þeirrar tuttugustu og fyrstu. Hann flaut á öldu þeirrar réttlætisvakningar kynslóðar sjöunda og áttunda áratugs síðustu aldar sem stundum er lýst sem flutningi frá vinstra heilahveli yfir í það hægra, frá efnishyggju og ferköntuðum línulegum hugsunarhætti yfir á svæði tilfinningagreindar, innsæis, hugljómunar og ímyndurafls.