Í garðinum heima
Við gerð verka sinna nálgaðist listamaðurinn Pálmi Kristinn Arngrímsson (1930–2015) frumeðli mannsins af hógværð og smekkvísi. Hann horfði til bernsku, sambands móður og barna og grósku og þróunar í mörgum myndum. Hann leitaði líka fanga í heimi stjórnmála og alþjóðlegra umbrota, var hugsi yfir hvers kyns öfugþróun og niðurbroti mannsandans. Þótt verk hans beri keim af myndlist fjarlægra landa, Afríku og Suður-Ameríku, þá vann hann úr þeim hughrifum með einstökum hætti og fann sinn persónulega stíl.




