Skip to content

Guðrún Nielsen

Guðrún B. Nielsen (1914 – 2000) lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1932 og frá því tímabili vann Guðrún Heima við, eða allt fram að andláti sínu. Hún var víðlesin og fróð og bæði listelsk og listfeng. Hún varð þekkt fyrir útskurð sinn. 

Kveikjan að verkum Guðrúnar var sú að í Danmörku sá hún útaksornar mannamyndir, og fór þá sjálf að reyna. Útskurðarverk hennar í sykurfuru hafa farið víða, innanlands sem utan. 

Verk Guðrúnar Nielsen skiptast greinilega í þrjá flokka, fyrst eru það útskurðarmyndir, síðan steinverkin sem eru samtíningur héðan og þaðan en mynda skemmtilega heild, og loks myndir sem hún sér í rótum og hnyðjum og formar lítillega til að skerpa og draga fram aðalatriðin. Guðrúnu hefur tekist að búa til heillandi persónulegan heim þar sem hin létta lína er allsráðandi, studd þéttum formum.