Skip to content

Helena Ósk Jónsdóttir

Helena Ósk (1999) ólst upp á Akureyri, hún stundaði nám í Verkmenntaskólanum á Akureyri, VMA, meðal annars í áföngum um hestamennsku og myndlist. Hún þróaði fljótt með sér afar sérstakan stíl í teikningu, fyrst í myndum af hestum, en þeim kynntist hún í æsku og hefur umgengist þá náið síðan. Áhuga hennar má líklega rekja til þess að langafi hennar var söðlasmiður og móðursystir hennar á Blönduósi deilir þeim áhuga með henni. Helena Ósk útskrifaðist af starfsbraut VMA vorið 2019 og fagnaði því með einkasýningu, en árið 2018 sýndi hún í skólanum með Símoni Gestssyni vini sínum.

Helena Ósk Jónsdóttir (b. 1999) grew up in Akureyri, north Iceland, where she pursued studies at the VMA Comprehensive College, taking courses that included equestrian studies and art. She soon developed her own personal drawing style, initially in her pictures of horses – which have played an important role in her life since childhood. Her interest in horses probably arose from her great-grandfather, who was a saddler and a big influence on her life. Helena Ósk graduated in 2019 from the special education programme at the VMA,  and celebrated by holding a solo show of her work. In 2018 she held an exhibition at the college with her friend Símon Gestsson. 

Helena Ósk hefur mjög góða tilfinningu fyrir stemmingu og biður oft nærstadda að hlusta á áhöldin þegar hún teiknar, að nema skrjáf í blaði og hvernig blýantur og litir ferðast um það. Ástríða hennar og næmi fyrir dýrum kemur sterklega fram í myndunum, í hvernig aðstæðum þau eru, í hvaða stöðu og hvernig þau líta út. Litirnir eru bæði ljósir og dökkir og miðast þeir við pappírsgerðina, stærðir, þykkt og áferð, hvort þeir ljóma eða falla í skugga. Helena Ósk sýndi á Safnasafninu árið 2020 og var þar raðað saman teikningum, skúlptúrum og fjöldaframleiddum plasthestum sem hún hefur farið fimum höndum um og sveigt að listrænum kröfum.

Helena Ósk has a strong sense of ambiance, and she will often ask those who are with her to listen to her art tools as she draws – observe the rustle of the paper, and how the pencil and colour travel across it. Her passion and sensitivity for animals is powerfully expressed in her works: their surroundings, their posture and how they look. She uses both light and dark colours; the type of paper – its size, thickness and texture – determines whether the colours shine or are in shadow. In the exhibition at the museum, drawings and sculptures by Helena Ósk were displayed along with mass-produced plastic horses which the artist has artfully adapted. 

Exit mobile version